Páska bingó og bjórkvöld

Þá er búið að staðfesta tvo fyrstu viðburði hinnar nýju stjórnar.

Föstudaginn langa, 3. apríl verður mikið um að vera í sal Sönderskov Kollegisins.

Við ætlum að byrja á páskabingói klukkan 14, þar sem glæsilegir vinningar verða í boði.

Klukkan 21 munum við svo hittast aftur á bjórkvöldi, þar sem farið verður í lauflétt Pub-Quiz og síðan djammað fram eftir.

Við vonumst eftir að sjá sem flesta. -Látum sjá okkur og virkjum þennan frábæra félagsskap

Facebook event:

-Páska bingó

https://www.facebook.com/events/1605489443022221/

-Bjórkvöld

https://www.facebook.com/events/590315811110544/

Ný Stjórn 2015-2016

Þann 18.mars var haldinn aðalfundur íslendingafélagsins í Sönderborg, farið var yfir síðasta ár og rætt það sem er á döfinni.

Kosið var í nýja stjórn:

Formaður: Klaudia Gunnarsdóttir

Meðstjórnendur:
Sigurður Grétar Jónasson
Kirstín Bjarnadóttir, ritari
Elísabet Kristjánsdóttir, gjaldkeri
Sigrún Halla

Varamenn:
Heiðbjört Helena
Berglind Þórhallsdóttir

Endurskoðendur:
Reynir Svavarsson
Kristín Kristjáns.

Nýju stjórninni hlakkar til samstarfsins á komandi ári!

Haustfagnaður Íslendingafélagsins í Sønderborg og nágrennis

 Kæru landar!

Íslendingafélagið og klakamótsfarar standa fyrir haustfagnaði laugardaginn 6. september 2014.
Staðsetning: Sønderskov kollegið, Skovvej 22, 6400 Sønderborg.
Gengið inn á bakhlið byggingarinnar og við A- innganginn.
Stund: Klukkan 15:00 tímanlega!

Dagskrá:
Kynning á stjórnarmeðlimum og starfsemi félagsins.
Héreftir er mögulegt að skrá sig í félagið sem býður upp á ýmis hlunnindi s.s fría krakkaleikfimi, badminton og ódýrara inn á skemmtanir sem haldnar eru á vegum félagsins. Einnig verður möguleiki á að gefa kost á sér í nefndir eða taka þátt í öðru starfi innan félagsins.
Sjoppan verður á staðnum troðfull af íslensku sælgæti!
Héreftir taka klakamótsfarar við skemmtuninni (Klakamótsfarar eru strákar/ungir menn sem fara á fótboltamót sem íslendinagfélögin skiptast á að halda, árlega um miðjan september. Mótið er haldið í Horsens að þessu sinni).
Farið verður í ratleik, vatnsblöðrukast og margt fleira, svo eitthvað ætti að vera fyrir alla fjölskylduna.
Kveikt verður upp í grillinu og veitingar verða seldar á vægu verði, ásamt því að selja gos og bjór. Ágóðinn rennur til styktar strákunum, sem lofa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma bikarnum til Sønderborgar.

Hversu lengi herleg heitin standa yfir fer eftir stemmingu, veðri og eins lengi og byrgðir endast…….

Endileg koma, sýna sig og sjá aðra. Þetta er frábær dagur til að kynnast hinum frábæra landa og skapa netverk í nýju landi. Og annars fyrir „gamla“ félagsmenn gott tækifæri til að rækta sambandið!

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Stjórnin og klakamótsfarar

17.júní skemmtun Íslendingafélagsins í Sønderborg

Verður haldinn Sunnudaginn 15.júní, vonumst til að sjá sem flesta í þjóðhátíðarskapi.

Dagskráin hefst kl 13:00:

Skrúðganga

Fjallkona flytur ljóð.

Boðið verður uppá grillaðar pylsur:
1 pylsa frí á hvern félagsmann og börn, 10 kr f. aðra og ef að þið viljið fleiri en eina.

Verðlauna afhending fyrir KÖKUKEPPNI.

Sjoppan verður vonandi á sínum stað.

Leikir fyrir börn og fullorðna.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Leynist bakari í þér, eða á þínu heimili?

Þá er komin rétti tíminn til að láta ljós sitt skína! Ef næg þáttaka næst, verður haldin kökukeppni á “17. júní hátíðinni” þann 15. júní n.k. Dómarar verða 3 fagmenn úr matvæla og bakara geiranum. Dæmt verður eftir bragði, útliti og frumleika. Veglegir vinningar í boði, meðal annars: Út að borða fyrir 2 (3 rétta máltíð eða hlaðborð) á Comwell Sønderborg.

Skráning þáttöku sendist á madermitfag@gmail.com.  Síðasti skráningardagur 9.júní n.k.

Ekki láta þetta framhjá þér fara 🙂 🙂

Ferðaplan sunnudagsins 1. júní

Lagt verður af stað STUNDVÍSLEGA kl. 10 frá bílaplaninu við Fakta í Kløvermarken. Þátttakendur verða að hafa gott nesti með fyrir ferðina og möguleiki er á að geyma dótið í bílnum sem fylgir hjólahópnum alla ferðina. Stutt drykkjarstop verða tekin eftir þörfum og matarpása ca. 30 mín, verður tekin á bílaplanunu í Rinkenæs (við grillbarinn). Ef einhver þreytist áður en við komumst á leiðarenda er möguleiki á að setja hjólið á kerru og setjast inn í bíli…nn. Endastöðin er ströndin i Wassersleben (fyrir neðan Fleegaard) og bíður félagið upp á pylsur og gos fyrir þreytta hjólagarpa.
Vinsamalegast staðfestið þátttöku og ef aðrir sem ekki hjóla óska að koma endilega látið vita. Þetta auðveldar innkaup til muna
Hlökkum til að sjá sem flesta bæði á hjóli og án!

Kveðja Skipulagsnefnd

Fjölskyldu hjólatúr til Þýskalands

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að gera hina alumtöluðu hjólafjölskylduferð til þýskalands.
Hjólað verður frá Fakta í Kløvemarken Sunnudaginn 1.júní kl 10:00.
Svona ferð krefst að sjálfsögðu töluverðs undirbúnings sem þýðir að fyrsta æfing hefst

SUNNUDAGINN 27.APRÍL, KL. 10:00 Á FAKTA PLANINU.

Hjólað verður alla sunnudaga fram til 1 júní frá sama stað og á sama tíma.
Vinsamlegast hafið í huga að hjólin verða að vera í góðu standi og það er skylda að hafa hjálm.
Þeir sem eiga endurskynsvesti, vinsamlegast hafið þau með. Þeir sem ekki eiga vesti, geta fengið lánað.
Hjólaleiðtogi: Ingi Freyr (undir leiðsögn Fylkis Sævarssonar).
Aðstoðarmenn Inga Freys eru: Anna Jóna og Aron Ingi.

Skráning á Facebook, en fyrir þá sem að ekki eru þar er best að senda póst á ifs.sonderborg@gmail.com

Tapas kvöld

Tapaskvöld með ekta spænskum kennara, þann 8. maí.

Þetta er eingöngu fyrir félagsmenn svo það er um að gera að skrá sig í félagið, því að þetta er viðburður sem þú ekki mátt missa af.
Takmarkaður sætafjöldi, max 25

Við eldum sjálf matinn í minni hópnum með aðstoð frá matreiðslumeistaranum. Mæting er kl 17:00 í anddyri Ahlmanns skólans. Áætlað borðhald ca. kl 18:30, innifalið í verði er maturinn, vín eða gos.
Verð er 75 kr per. mann

Skrá sig sem fyrst, því fyrstur kemur fyrstur fær.

Hægt er að skrá sig á viðburðinum á Facebook, en staðfesta þarf skráningu á mailið ifs.sonderborg@gmail.com, skráningarfrestur er 1.maí.

Kveðja Stjórnin

Komandi viðburðir :)

Takið frá daginn!!!!!!!!!

Í maí er planið að halda tapaskvöld með ekta spænskum kennara.  Þetta er eingöngu fyrir félagsmenn svo það er um að gera að skrá sig í félagið, því að þetta er viðburður sem þú ekki mátt missa af. Takmarkaður sætafjöldi, max 25

17. júní verður haldin 15. júní. Í ár hafa kökumeistarar bæjarins tækifæri á að sýna listir sínar þar sem að við ætlum að halda kökukeppni. Þetta verður alvöru keppni með fagdómurum og veglemum vinning fyrir fyrsta sætið. Kökurnar verða svo seldar að keppni lokinni. Að öðru leiti fer 17. júní fram með hefðbundum hætti. Tímasetning og staðsetning auglýst síðar.

Minnum alla á að greiða félagsgjöldin með bros á vör. Með því móti getur þú verið með til þess að byggja upp sterkt Íslendingafélag 🙂

Kv stjórnin